Orlofskostir 2021, aðrir en sumarhús.

Til þess að njóta neðangreindra kjara þarf að versla bréf og kort beint af okkur. Óskir um kaup skulu berast á netfangið  jon.ragnarsson@skatturinn.is  og er afgreiðslutími a.m.k. 2 virkir dagar.
 
Gjafabréf Icelandair að andvirði 25.000 kr. Verð til félagsmanna 15.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.
Nánar um hvernig á að bóka með gjafabréfi og um skilmála gjafabréfa – https://www.icelandair.is/flights/book-gift-certificate/
 
Útilegukortið að andvirði 19.900 kr. Verð til félagsmanna 16.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Útilegukortið – https://utilegukortid.is/
 
Veiðikortið að andvirði 8.900 kr. Verð til félagsmanna 6.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Veiðkortið – http://veidikortid.is/is/
 
Orlofsstyrkur
Orlofssjóður TFÍ veitir félagsmönnum styrk til greiðslu á innlendum og/eða erlendum orlofstengdum kostnaði á orlofstímabilinu 1. maí til 15. september 2021. Hver félagsmaður á rétt á einni úthlutun hvert ár og er hver styrkur að hámarki að andvirði 40.000 kr. Ekki er veittur styrkur á þjónustu sem TFÍ eða önnur stéttarfélög bjóða félögum sínum.

Umsækjendur verða að framvísa löglegum reikningi/kvittun stílað á nafn og kennitölu félagsmanns sem sækir um. Styrkur er veittur eftirá og leitast verður við að greiða þá út svo fljótt sem auðið er. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið   jon.ragnarsson@skatturinn.is   þar sem fram kemur tilefni umsóknar ásamt viðhengi af reikningi/kvittun.
Styrkir eru veittir fyrir eftirfarandi kostnaði:
• Gistikostnaður erlendis í orlofi
• Gistingu innanlands utan orlofshúss félagsins, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
• Leigu á hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni.
• Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
• Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum.
• Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
 
Aðrar takmarkanir á ofangreindum kostum; félagsmaður þarf að hafa greitt til félagsins a.m.k. 6 undanliðna mánuði.

Ný stjórn TFÍ

Á aðalfundi TFÍ 10. mars sl. tók við ný stjórn félagsins. Guðbjörn Guðbjörnsson var kosinn formaður og tekur við af Birnu Friðfinnsdóttur fráfarandi formanni. Auk Birnu fóru úr stjórn þeir Ólafur Ingibersson og Hallgrímur Færseth. Stjórn TFÍ þakkar þeim Birnu, Ólafi og Hallgrími fyrir störf þeirra í þágu félagsins undanfarin ár.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þau Guðlaugur Hávarðarson og Guðrún Halldórsdóttir auk Huldu G. Gunnarsdóttur sem varamanns.

Stjórn TFÍ er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2021-2023:

  • Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður.
  • Guðlaugur Hávarðsson, varaformaður.
  • Jón Gísli Ragnarsson, gjaldkeri.
  • Guðrún Halldórsdóttir, ritari.
  • Trausti Freyr Reynisson, meðstjórnandi.

Varamenn:

  • Sif Guðmundsdóttir.
  • Hulda G. Gunnarsdóttir.

Betri vinnutími – stytting vinnuvikunnar

Starfsfólk og stjórnendur eru hvött til að kynna sér ítarlegar upplýsingar sem er að finna á heimasíðunum:
http://www.betrivinnutimi.is
http://www.styttri.is

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu leggur áherslu á að allt starfsfólk og allir stjórnendur kynni sér meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal.
Enn fremur er lagt til að stjórnendur sendi sínu starfsfólki meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal og miðli þeim sem víðast.

Myndbönd.