Kynning á stofnanasamningi

Kæru tollverðir.

Fulltrúar í samstarfsnefnd TFÍ munu kynna nýjan stofnanasamning föstudaginn 11. janúar nk.

Tímasetningar:
Tollhúsið Tryggvagata, Kvosin (hátíðarsalur) kl. 10:00 og Keflavík kl. 13:30.

Ef einhverjir komast ekki en vilja spyrja út í samninginn er velkomið að gera það með tölvupósti, símtali eða á fundi.

Með von um að sjá sem flesta,
Birna Friðfinnsdóttir, formaður TFÍ
s.860-2723
 

Málfríður Freyja kvödd eftir 32 ára starf

malla-kvc3b6dd-eftir-32-c3a1ra-starf

Fimmtudaginn 13. desember var Málfríður Freyja Arnórsdóttir kvödd með kaffisamsæti í Tollhúsinu eftir rúm 32 ár í starfi sem tollvörður. Málfríður gegndi hinum ýmsu störfum innan tollgæslunnar, lengst af á Keflavíkurflugvelli og nú síðast sem tollsérfræðingur í endurskoðunardeild Tollstjóra Tollhúsinu við Tryggvagötu. Af þessu tilefni afhenti Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri endurskoðunardeildar, henni gjöf sem þakklætisvott fyrir störf hennar.