Vaktavinnufólk – takið þátt í að meta betri vinnutíma!

Ert þú búin(n) að taka þátt í könnun vegna styttingar vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum sem samið var um í kjarasamningum opinberu stéttarfélaganna vorið 2020? Nú er innleiðing á þessum mestu breytingum á vinnutíma opinberra starfsmanna í áratugi langt komin og skiptir miklu að fylgjast með hvernig til tekst.

Nú þurfum við sem stóðum að þessum samningum, bæði samtök launafólks og opinberir launagreiðendur, þína hjálp. Við stöndum nú fyrir spurningakönnunum meðal vaktavinnufólks þar sem viðhorf til og árangur breytinganna er mældur. Það skiptir miklu að sem flestir þeirra sem eru í vaktavinnu taki þátt í könnuninni til að fanga viðhorf til breytinganna svo hægt sé að meta árangurinn sem best.

Gallup sér um gerð könnunarinnar sem send var fyrr í mánuðinum á vinnunetfang vaktavinnufólks hjá ríki og sveitarfélögum. Við hvetjum alla sem hafa fengið könnunina til að svara svo við fáum sem nákvæmastar niðurstöður. Það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni.

Að könnuninni standa: ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Ef spurningar vakna má hafa samband við tomas@gallup.is og karl@bsrb.is.

Orlofskostir 2021, aðrir en sumarhús.

Til þess að njóta neðangreindra kjara þarf að skrá sig inn á orlofsvef félagsins og ganga frá kaupum þar.

Gjafabréf Icelandair

að andvirði 25.000 kr. Verð til félagsmanna 15.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.
Nánar um hvernig á að bóka með gjafabréfi og um skilmála gjafabréfa – https://www.icelandair.is/flights/book-gift-certificate/

Útilegukortið

að andvirði 19.900 kr. Verð til félagsmanna 16.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Útilegukortið – https://utilegukortid.is/

Veiðikortið

að andvirði 8.900 kr. Verð til félagsmanna 6.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Veiðkortið – http://veidikortid.is/is/

Orlofsstyrkur

Orlofssjóður TFÍ veitir félagsmönnum styrk til greiðslu á innlendum og/eða erlendum orlofstengdum kostnaði á orlofstímabilinu 1. maí til 15. september 2021. Hver félagsmaður á rétt á einni úthlutun hvert ár og er hver styrkur að hámarki að andvirði 40.000 kr. Ekki er veittur styrkur á þjónustu sem TFÍ eða önnur stéttarfélög bjóða félögum sínum.

Umsækjendur verða að framvísa löglegum reikningi/kvittun stílað á nafn og kennitölu félagsmanns sem sækir um. Styrkur er veittur eftirá og leitast verður við að greiða þá út svo fljótt sem auðið er. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið   jon.ragnarsson@skatturinn.is   þar sem fram kemur tilefni umsóknar ásamt viðhengi af reikningi/kvittun.
Styrkir eru veittir fyrir eftirfarandi kostnaði:
• Gistikostnaður erlendis í orlofi
• Gistingu innanlands utan orlofshúss félagsins, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
• Leigu á hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni.
• Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
• Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum.
• Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
 
Aðrar takmarkanir á ofangreindum kostum; félagsmaður þarf að hafa greitt til félagsins a.m.k. 6 undanliðna mánuði.