Leiðrétting launa félagsmanna TFÍ í samræmi við gerða kjarasamninga

Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur tilkynnt Tollvarðafélagi Íslands (TFÍ) að það muni ekki efna loforð sín um að afturvirkar leiðréttingar samkvæmt samningum komi til útborgunar 1. desember. Þrátt fyrir að hafa lofað þessu fyrir undirritun samnings kemur nú fram rétt fyrir launakeyrslu að þetta gangi ekki upp. SNR beið fram á síðustu stundu eða í 14 daga með að tilkynna TFÍ þetta. Í millitíðinni hafði félagið kynnt félagsmönnum samninginn og haft stutta kosningu til að vera innan tímaramma sem SNR setti til að leiðrétting kæmi inn í launagreiðslu 1. desember.

Viðbrögð tollvarða við þessum breytingum eru mjög hörð, en margir höfðu reiknað með þessum leiðréttingum fyrir hátíðarnar. Tilraunir TFÍ til þess að fá þessu breytt hafa engan árangur borið og svörin á þann hátt að því miður sé þetta staðreyndin.

TFÍ lítur svo á að hér sé algert viljaleysi til að standa við gefin loforð.

Launamál

Ungur menntaður tollvörður kom til stjórnar TFÍ og vildi endilega fá að taka þátt í nýjasta æði íslendinga að birta launaseðla sína á veraldarvefnum. Tollverðir eru svosem ánægðir með þessa þróun þar sem þeir hafa oftast nær skammast sín fyrir þær tölur sem koma þar fram.

Eins og sjá má þá eru útborguð laun menntaðs tollvarðar 270.335 kr. Hann hefur þennan mánuðinn lukkast til að ná sér í sautján yfirvinnutíma og skilar það honum um 30.000 kr. Hærri útborgun en alla jafna.

Nefna ber að tollverðir eru um 60% dagvinnumenn en 40% vaktavinnumenn. Ef almennur tollvörður í dagvinnu hefur ekki kost á neinni aukavinnu þá fær hann um 240.000 kr. Útborgað fyrir mánaðar vinnu.

Tollvörðurinn þakkar fyrir að betri helmingurinn sé á það góðum launum að hann geti haldið áfram í þessu tómstunda starfi.

launaseðill