Orðsending vegna aðalfundar

Meðfylgjandi er dagskrá aðalfundar TFÍ sem haldinn verður í húsnæði BSRB Grettisgötu 18, 11. mars kl. 18:00.

Milli kl. 19:00 og 20:00 fjallar formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir um SALEK auk þess sem hún svarar fyrirspurnum um BSRB.

Ársskýrslan verður aðgengileg öðru hvoru megin við helgina á læstu svæði vefsíðu okkar

Vonast til að sjá ykkur sem flest

Ársæll Ársælsson formaður TFÍ

Leiðrétting launa félagsmanna TFÍ í samræmi við gerða kjarasamninga

Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur tilkynnt Tollvarðafélagi Íslands (TFÍ) að það muni ekki efna loforð sín um að afturvirkar leiðréttingar samkvæmt samningum komi til útborgunar 1. desember. Þrátt fyrir að hafa lofað þessu fyrir undirritun samnings kemur nú fram rétt fyrir launakeyrslu að þetta gangi ekki upp. SNR beið fram á síðustu stundu eða í 14 daga með að tilkynna TFÍ þetta. Í millitíðinni hafði félagið kynnt félagsmönnum samninginn og haft stutta kosningu til að vera innan tímaramma sem SNR setti til að leiðrétting kæmi inn í launagreiðslu 1. desember.

Viðbrögð tollvarða við þessum breytingum eru mjög hörð, en margir höfðu reiknað með þessum leiðréttingum fyrir hátíðarnar. Tilraunir TFÍ til þess að fá þessu breytt hafa engan árangur borið og svörin á þann hátt að því miður sé þetta staðreyndin.

TFÍ lítur svo á að hér sé algert viljaleysi til að standa við gefin loforð.